Gerðu vel við boltastrákinn (myndskeið)

José Mourinho fagnar einu marka Tottenham gegn Olympiacos.
José Mourinho fagnar einu marka Tottenham gegn Olympiacos. AFP

Hinn fimmtán ára gamli Callum Hynes hefur verið heldur betur í fréttunum eftir framgöngu sína sem boltastrákur hjá Tottenham Hotspur í leiknum gegn Olympiacos í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku.

Eldsnögg viðbrögð hans við að koma boltanum í leik leiddu til þess að Tottenham náði hraðri sókn og Harry Kane innsiglaði sigur Lundúnaliðsins, 4:2, og sæti í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. José Mourino knattspyrnustjóri sýndi þakklæti sitt í verki með því að hlaupa til Hynes og faðma hann.

Tottenham-menn heiðruðu Hynes fyrir framgöngu sína á laugardaginn þegar hann fékk að fylgja liðinu í leikinn gegn Bournemouth í úrvalsdeildinni en þar borðaði hann með liðinu og var vel tekið af leikmönnunum eins og sjá má í skemmtilegu myndskeiði á Twitter-síðu Tottenham.

mbl.is