Hverjir þykja líklegir til að taka við Arsenal?

Massimiliano Allegri.
Massimiliano Allegri. AFP

Samkvæmt breskum veðbönkum þykir Massimiliano Allegri líklegastur til að taka við Arsenal en Unai Emery var látinn fara frá félaginu á dögunum. 

Allegri er Ítali og stýrði síðast Juventus fram á sumar en hefur einnig stýrt AC Milan. 

Svíinn Freddie Ljungberg sem nú stýrir Arsenal tímabundið þykir næst líklegastur og á eftir honum kemur Brendan Rodgers sem er í toppbaráttunni með Leicester City. 

Spánverjinn Mikel Arteta sem lék um tíma með Arsenal þykir einnig nokkuð líklegur. 

mbl.is