Því miður þá varð hann að fara (myndskeið)

Spænski knattspyrnustjórinn Unai Emery var rekinn frá Arsenal í síðustu viku. Margrét Lára Viðarsdóttir og Bjarni Þór Viðarsson voru sammála um að brottreksturinn ætti rétt á sér er þau ræddu málið í Vellinum á Símanum sport. Tómas Þór Þórðarson er þáttarstjórnandi. 

„Þetta er frábær þjálfari eins og hann sýndi með Sevilla og París SG, en þetta fíaskó með fyrirliðana var mjög skrítið,“ sagði Bjarni Þór. „Hann varð að fara,“ bætti hann við.

„Vilja þeir taka United-leiðina og taka einhvern eins og Solskjær og vera þolinmóðir, eða vilja þeir bara árangur núna?“ velti Margrét Lára Viðarsdóttir fyrir sér. 

Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert