VAR orðið hættulegt (myndskeið)

Myndbandsdómarar í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta voru til umræðu í Vellinum á Símanum sport í gærkvöldi. Southampton skoraði mark sem ekki átti að standa í 2:1-sigri gegn Watford á laugardag og í kjölfarið fékk Quique Sanchez Flor­es, knattspyrnustjóri Watford, reisupassann. 

Fleiri knattspyrnustjórar hafa misst vinnuna í kjölfar mistaka hjá VAR, eins og sjá má í þessu skemmtilega innslagi. Margrét Lára Viðarsdóttir og Bjarni Þór Viðarsson voru álitsgjafar Tómasar Þórðar Þórðarsonar í þættinum. 

„Það verða alltaf vafaatriði í fótbolta og ég held VAR sé ekki að fara að leysa þau vandamál,“ sagði Margrét Lára m.a.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert