Við erum samt góðir

Steve Bruce og Pep Guardiola, stjórar Newcastle og Manchester City, …
Steve Bruce og Pep Guardiola, stjórar Newcastle og Manchester City, á hliðarlínunni í leik liðanna á laugardaginn. AFP

Englandsmeistarar Manchester City hafa verið í basli undanfarnar vikur, þeir hafa aðeins unnið einn af síðustu fimm leikjum sínum og eru ellefu stigum á eftir Liverpool í baráttunni um enska meistaratitilinn.

Knattspyrnustjórinn Pep Guardiola kveðst þó ekki hafa neinar áhyggjur því liðið spili vel þrátt fyrir að úrslitin séu ekki hagstæð.

„Við höfum ekki tapað neinu sjálfstrausti og það er nauðsynlegt að skoða frammistðuna en ekki bara úrslitin. Þú verður að skoða hvernig leikmennirnir hlaupa, hversu mikið, hvað þeir reyna og hvernig líkamstjáningin er. Við gefumst aldrei upp, liðið er alltaf til staðar, eins og ég sé þetta," sagði Guardiola við fréttamenn en City missti tvö dýrmæt stig í Newcastle á laugardaginn þegar Jonjo Shelvey jafnaði þar fyrir Newcastle, 2:2, rétt fyrir leikslok.

„Ég veit að það telur ekki til stiga en við verðum að meta frammistöðuna. Hún var góð,“ sagði Guardiola en hans menn sækja Burnley heim annað kvöld þegar fimmtánda umferð úrvalsdeildarinnar hefst.

mbl.is