Ekki tilbúinn enn

Paul Pogba er enn frá keppni en líklega stutt í …
Paul Pogba er enn frá keppni en líklega stutt í að hann verði leikfær. AFP

Paul Pogba hefur ekki leikið með Manchester United síðan í september vegna meiðsla og knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær segir að hann sé ekki tilbúinn í slaginn  gegn Tottenham á Old Trafford annað kvöld.

„Nei, Paul er ekki tilbúinn. Það er enn eitthvað í hann en hann leggur hart að sér, er farinn að æfa á vellinum svo við sjáum aðeins til með hvenær hann byrjar að spila,“ sagði Solskjær á fréttamannafundi sínum rétt í þessu.

Þá sagði Solskjær að tveir aðrir miðjumenn liðsins, þeir Scott McTominay og Nemanja Matic, væru tæpir vegna meiðsla. Hann yrði að sjá til eftir æfingu dagsins hvort þeir komi til greina gegn Tottenham. „Við eigum fleiri leiki fram undan og ég get því ekki miðað allt við þennan eina leik,“ sagði Solskjær.

mbl.is