Glæsileg mörk meistaranna (myndskeið)

Manchester City fór upp í annað sæti ensku úr­vals­deild­ar­inn­ar í fót­bolta með 4:1-útisigri á Burnley í kvöld. City er nú átta stig­um á eft­ir Li­verpool, sem leik­ur við Evert­on annað kvöld.

Mörkin hjá City voru afar hugguleg, en Gabriel Jesus skoraði tvö þeirra, Rodri eitt og Riyad Mahrez eitt. Robbie Brady skoraði sárabótarmark fyrir Burnely. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá hér fyrir ofan. Leikurinn var í beinni útsendingu á Símanum sport. 

mbl.is