Meistararnir söxuðu á forskot Liverpool

Bernardo Silva með boltann í kvöld.
Bernardo Silva með boltann í kvöld. AFP

Manchester City fór upp í annað sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta með 4:1-útisigri á Burnley í kvöld. City er nú átta stigum á eftir Liverpool, sem leikur við Everton annað kvöld.

Gabriel Jesus kom City yfir á 24. mínútu og reyndist það eina mark fyrri hálfleiks. Það tók brasilíska framherjann aðeins fimm mínútur í seinni hálfleik að bæta við sínu öðru marki og öðru marki Manchester City.

Englandsmeistararnir voru ekki hættir því Rodri bætti við þriðja markinu á 68. mínútu og varamaðurinn Riyad Mahrez því fjórða á 87. mínútu. Robbie Brady minnkaði muninn á 89. mínútu en nær komst Burnley ekki.

Jóhann Berg Guðmundsson lék ekki með Burnley vegna meiðsla, en liðið er í ellefta sæti með átján stig. 

Burnley 1:4 Man. City opna loka
90. mín. Leik lokið City fer aftur upp í annað sætið. Sannfærandi hjá meisturunum í kvöld.
mbl.is