Mörkin sem þeir skora... vá! (myndskeið)

Freyr Alexanderson, aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ræddi við Tómas Þór Þórðarson um 4:1-sigur Manchester City á Burnley á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í kvöld á Símanum sport. 

„Þetta var afskaplega vel spilaður leikur af hálfu Manchester City, en þetta voru vonbrigði með Burnley. Það á að vera erfitt að koma á Turf Moor en mér fannst þeir slaka og ekki setja pressu á ofboðslega vel spilandi lið Manchester City. Mörkin sem þeir skora... vá! Algjörlega í hæsta klassa,“ sagði Freyr. 

„Það komu þessar biluðu tæklingar inn á milli, en svo urðu þeir passívir og unnu ekki sem ein heild í varnarleiknum þess á milli. Það vantaði heilsteyptari leik hjá Burnley til að eiga séns í City sem mér fannst vera með blóð á tönnunum í dag,“ bætti hann við.

Freyr vill að Burnley fari að taka stig af toppliðum deildarinnar. „Hann má fara að hætta að tala um þetta [að lið eins og City séu dýr] og ná í stig af toppliðunum,“ sagði Freyr. Innslagið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert