Terry snýr aftur á Stamford Bridge

Terry og Lampard mættust í úrslitum umspilsins í B-deildinni á …
Terry og Lampard mættust í úrslitum umspilsins í B-deildinni á síðustu leiktíð. AFP

Frank Lampard, knattspyrnustjóri Chelsea, á von á tilfinningaþrunginni stund er Chelsea fær Aston Villa í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni annað kvöld. John Terry er aðstoðarþjálfari Villa og snýr hann aftur á Stamford Bridge. 

Terry lék yfir 700 leiki með Chelsea yfir níu ára skeið og varð fimm sinnum Englandsmeistari, fimm sinnum bikarmeistari og einu sinni Evrópumeistari með liðinu. Terry er enn tengdur Chelsea, því hann er forseti kvennaliðs félagsins. 

Lampard og Terry mættust á síðustu leiktíð er Lampard var stjóri Derby og Aston Villa var í B-deildinni. Þeir mætast í úrvalsdeildinni í fyrsta skipti annað kvöld og verður Terry í fyrsta skipti í liði andstæðinganna á Stamford Bridge.

„Við mættumst tvisvar á síðustu leiktíð og auðvitað náum við vel saman. Ég ber mikla virðingu fyrir því sem hann og Dean Smith eru að gera hjá Aston Villa. Hann er magnaðasti fyrirliðinn í sögu Chelsea. Hann vann allt og á skilið góðar móttökur frá stuðningsmönnum. Þetta verður tilfinningaríkt,“ sagði Lampard á blaðamannafundi í dag. 

mbl.is