Tíu leikmenn Palace upp í fimmta sæti

Jeffrey Schlupp fagnar sigurmarkinu.
Jeffrey Schlupp fagnar sigurmarkinu. AFP

Crystal Palace vann sterkan 1:0-sigur á Bournemouth á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Jeffrey Schlupp skoraði sigurmarkið stundarfjórðungi fyrir leikslok, en Palace lék manni færri frá 19. mínútu. 

Franski varnarmaðurinn Mamadou Sakho fékk beint rautt spjald hjá Palace strax á 19. mínútu fyrir ljótt brot. Þrátt fyrir liðsmuninn náði Bournemouth ekki að skapa sér mörg færi og var staðan í hálfleik markalaus. 

Það breyttist á 76. mínútu er varamaðurinn Jeffrey Schlupp kláraði vel eftir fallegan sprett og tryggði Palace annan sigurinn í röð, en liðið vann útisigur á Burnley í síðustu umferð. 

Crystal Palace er með 21 stig í fimmta sæti og Bournemouth er í tólfta sæti með 16 stig. 

mbl.is