Helmingi ódýrari en síðasta sumar

Christian Eriksen í leik með Tottenham gegn Olympiacos í Meistaradeildinni …
Christian Eriksen í leik með Tottenham gegn Olympiacos í Meistaradeildinni á dögunum. AFP

Enska knattspyrnufélagið Tottenham Hotspur hefur lækkað verðið á danska miðjumanninum Christian Eriksen um helming til að eiga möguleika á að selja hann í janúarmánuði, samkvæmt frétt Evening Standard.

Tottenham vildi fá 80 milljónir punda fyrir Eriksen síðasta sumar en samkvæmt enskum fjölmiðlum fékk félagið ekkert tilboð í hann. Nú er verðmiðinn kominn niður í 40 milljónir punda, samkvæmt þessu.

Eriksen hefur verið ítrekað orðaður við brotthvarf frá Tottenham undanfarna mánuði og koma José Mourinho til félagsins virðist ekki hafa breytt því. Eriksen er 27 ára gamall og kom til Tottenham frá Ajax fyrir sex árum. Hann hefur skorað 50 mörk fyrir liðið í 217 leikjum í ensku úrvalsdeildinni og hefur spilað 94 landsleiki fyrir Dani þar sem hann hefur gert 31 mark.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert