Tap í endurkomu Mourinho á Old Trafford (myndskeið)

Manchester United hafði bet­ur gegn Totten­ham er liðin mætt­ust á Old Trafford í Manchester í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld, 2:1. Marcus Rash­ford skoraði bæði mörk United og kom sig­ur­markið á 49. mín­útu úr víta­spyrnu. 

Tapið er það fyrsta hjá José Mour­in­ho síðan hann tók við Totten­ham í síðasta mánuði, en hann var ein­mitt rek­inn frá Manchester United í des­em­ber á síðasta ári. 

Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá það helsta úr leiknum, en hann var í beinni útsendingu á Símanum sport. 

mbl.is