Brighton jók á vandræði Arsenal (myndskeið)

Neal Maupay tryggði Brighton sigur gegn Arsenal þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Emirates-vellinum í London í kvöld. Maypay skoraði sigurmark leiksins á 80. mínútu eftir laglegan undirbúning Aaron Moy.

Adam Webster kom Brighton yfir á 36. mínútu með föstu skoti úr teignum eftir hornspyrnu og staðan því 1:0 í hálfleik, Brighton í vil. Alexandre Lacazette jafnaði metin fyrir Arsenal á 50. mínútu með skalla eftir hornspyrnu áður en Maupay skoraði sigurmark leiksins.

Brighton fer með sigrinum upp í þrettánda sæti deildarinnar í 18 stig eftir fyrstu fimmtán leiki sína. Arsenal er hins vegar í tíunda sætinu með 19 stig en liðið er nú án sigurs í síðustu sjö deildarleikjum sínum og tíu stigum frá Meistaradeildarsæti.

Graham Potter, stjóri Brighton, fagnar ásamt leikmönnum sínum í leikslok.
Graham Potter, stjóri Brighton, fagnar ásamt leikmönnum sínum í leikslok. AFP
mbl.is