Klopp fljótari en Ferguson

Liverpool er á miklu skriði undir stjórn Jürgen Klopp.
Liverpool er á miklu skriði undir stjórn Jürgen Klopp. AFP

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, stýrði sínum mönnum til sigurs í ensku úrvalsdeildinni í gær þegar liðið fékk Everton í heimsókn. Liverpool vann 5:2-sigur en Liverpool er áfram ósigrað á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með 43 stig eftir fyrstu fimmtán umferðirnar og hefur átta stiga forskot á Leicester sem er í öðru sæti deildarinnar.

Þetta var sigurleikur númer hundrað í ensku úrvalsdeildinni hjá Klopp síðan hann tók við Liverpool í október 2015. Þýski stjórinn þurfti einungis 159 leiki til þess að vinna 100 leiki en aðeins José Mourinho, núverandi stjóri Tottenham, þurfti færri leiki til þess að vinna sinn hundraðasta sigur eða 142 leiki.

Sir Alex Ferguson, fyrrverandi stjóri og goðsögn hjá Manchester United, er í þriðja sæti listans með hundrað sigurleiki í 162 leikjum. Þar á eftir kemur Arséne Wenger, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal, og Rafael Benítez, fyrrverandi stjóri Liverpool, Chelsea og Newcastle, er í fimmta sætinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert