Vandræði Arsenal héldu áfram gegn Brighton

Leikmenn Brighton fagna sigurmarki Neal Maupay gegn Arsenal í kvöld.
Leikmenn Brighton fagna sigurmarki Neal Maupay gegn Arsenal í kvöld. AFP

Frakkinn Neal Maypay reyndist hetja Brighton þegar liðið heimsótti Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Emirates-völlinn í London í kvöld. Leiknum lauk með 2:1-sigri Brighton en Maupay skoraði sigurmark leiksins með skalla á 80. mínútu.

Adam Webster kom Brighton yfir á 36. mínútu með föstu skoti úr teignum eftir hornspyrnu og Brighton leiddi með einu marki gegn engu í hálfleik. Leikmenn Arsenal mættu ákveðnir til leiks í síðari hálfleik og Alexandre Lacazette jafnaði metin fyrir Arsenal með skalla eftir hornspyrnu á 50. mínútu.

Það var svo Neal Maupay sem tryggði Brighton öll þrjú stigin með marki á 80. mínútu og þar við sat. Brighton fer með sigrinum upp í þrettánda sæti deildarinnar í 18 stig en Arsenal, sem er án sigurs í síðutu sjö deildarleikjum sínum, er í tíunda sætinu með 19 stig.

Lýsing uppfærist sjálfkrafa

Allar lýsingar í beinni

Arsenal 1:2 Brighton opna loka
90. mín. Leik lokið
mbl.is