Gylfi aftur undir stjórn Portúgala?

Vítor Pereira, til hægri, fyrir leik í kínversku úrvalsdeildinni í …
Vítor Pereira, til hægri, fyrir leik í kínversku úrvalsdeildinni í síðasta mánuði. AFP

Nokkrar líkur virðast á því að Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í enska liðinu Everton verði áfram með portúgalskan knattspyrnustjóra því samkvæmt SkySports verður það Vítor Pereira sem tekur við starfinu af Marco Silva sem var rekinn í gærkvöld.

Vítor Pereira er 51 árs gamall og var að ljúka sínu öðru tímabili með kínverska úrvalsdeildarliðið Shanghai SIPG. Liðið varð kínverskur meistari 2018 og bikarmeistari 2019 undir hans stjórn.

Þar á undan stýrði hann 1860 München í Þýskalandi, Fenerbahce í Tyrklandi, Olympiacos í Grikklandi, Al-Ahli í Sádi-Arabíu og portúgölsku liðunum Porto og Santa Clara. Hjá Porto var hann enn fremur um skeið aðstoðarþjálfari og þjálfari unglingaliða. Pereira vann gríska meistaratitilinn og bikarinn með Olympiacos árið 2015 og Porto varð portúgalskur meistari tvö ár í röð með hann við stjórnvölinn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert