Nýr stjóri hjá Watford

Nigel Pearson
Nigel Pearson Ljósmynd/Watford FC

Nigel Pearson hefur verið ráðinn knattspyrnustjóri enska úrvalsdeildarliðsins Watford á samningi sem gildir út leiktíðina. Hann tekur við af Quique Sáncez Flor­es sem var rekinn í síðustu viku. 

Pe­ar­son var síðast stjóri OH Leu­ven í Belg­íu, en var rek­inn þaðan í fe­brú­ar síðastliðinn. Pe­ar­son kom Leicester upp úr C-deild­inni og upp í úr­vals­deild­ina á sín­um tíma. Hann var rek­inn frá Leicester í maí 2015 og vann liðið ensku úr­vals­deild­ina und­ir stjórn Claudio Ranieri tíma­bilið á eft­ir. 

Hinn 56 ára gamli Pe­ar­son hef­ur einnig stýrt Carlisle, Sout­hampt­on, Hull og Der­by. Þá var hann aðstoðarmaður Guðjóns Þórðar­son­ar hjá Stoke frá 1999 til 2001. Wat­ford er sjö stig­um frá ör­uggu sæti í ensku úr­vals­deild­inni og hef­ur aðeins unnið einn leik í öll­um keppn­um á leiktíðinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert