Grannaslagur risanna í Manchester (myndskeið)

Enski boltinn heldur áfram um helgina er 15. umferðin verður spiluð. Stórleikur helgarinnar er síðasti leikur dagsins í dag, en þá mætast Manchester City og Manchester United á Etihad-vellinum. 

Þá er leikur Liverpool og Bournemouth sýndur í beinni útsendingu á mbl.is klukkan 15 í dag. Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton fá verðugt verkefni gegn Chelsea í hádeginu og einnig verður leikið á mánudag er Arsenal verður í eldlínunni. 

Tómas Þór Þórðarson hjá Símanum sport, kynnir helgina til leiks í spilaranum hér fyrir ofan. 

Dagskrá helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni:  

Laugardagur: 
12:30 Everton - Chelsea (í beinni á Símanum sport
15:00 Bournemouth - Liverpool (í beinni á Símanum sport og mbl.is)
15:00 Tottenham - Burnley 
15:00 Watford - Crystal Palace 
17:30 Manchester City - Manchester United (í beinni á Símanum sport

Sunnudagur: 
14:00 Aston Villa - Leicester (í beinni á Símanum sport
14:00 Newcastle - Southampton 
14:00 Norwich - Sheffield United 
16:30 Brighton - Wolves (í beinni á Símanum sport

Mánudagur: 
20:00 West Ham - Arsenal (í beinni á Símanum sport

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert