Hagaði sér eins og api við Fred (myndskeið)

Frá leiknum í kvöld.
Frá leiknum í kvöld. AFP

Manchester United og Manchester City mættust í grannaslag í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Kynþáttaníð eins stuðningsmanns City í garð Fred, leikmanns Manchester United, náðist á myndband. 

Stuðningsmaðurinn lætur þá augljóslega eins og api og beinir apahljóðum að Fred, sem er dökkur að hörund. Manchester City sendi frá sér yfirlýsingu eftir leik vegna málsins. 

„Manchester City veit af myndböndum sem ganga um samfélagsmiðla sem sýnir stuðningsmann sýna fordómafulla hegðun í seinni hálfleiknum í leiknum gegn Manchester United í kvöld. 

Starfsmenn félagsins eru að vinna með lögreglunni í Manchester til að finna sökudólganna. Þá erum við einnig í samstarfi við lögregluna til að finna stuðningsmenn sem köstuðu aðskotahlutum á völlinn og í leikmenn.

Félagið hefur enga þolinmæði fyrir fordómum og mun banna stuðningsmenn sem fundnir verða sekir að eilífu,“ segir í yfirlýsingunni. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. 

mbl.is