United í Evrópusæti eftir sigur á grönnunum

Marcus Rashford fagnar í dag.
Marcus Rashford fagnar í dag. AFP

Manchester United hafði betur gegn Manchester City, 2:1, er liðin mættust í grannaslag á Etihad-vellinum. Mörk United komu í fyrri hálfleik og tóskt City ekki að jafna, þrátt fyrir að vera sterkari aðilinn í seinni hálfleik. 

United byrjaði mikið mun betur og komst verðskuldað yfir er Marcus Rashford skoraði af öryggi úr vítaspyrnu á 23. mínútu. Aðeins sex mínútum síðar tvöfaldaði Anthony Martial forskot United og var staðan í hálfleik 2:0. 

City spilaði mun betur í seinni hálfleik og Nicolás Otamendi skoraði verðskuldað mark á 85. mínútu er hann skallaði í netið af stuttu færi eftir hornspyrnu. City reyndi hvað það gat til að jafna metin, en allt kom fyrir ekki og United fagnaði sínum öðrum sigri í röð. 

Manchester United fór upp í 24 stig og fimmta sæti með sigrinum, en sætið gefur þátttökurétt í Evrópudeildinni. Manchester City er með 32 stig í þriðja sæti, 14 stigum á eftir toppliði Liverpool. 

Man. City 1:2 Man. Utd opna loka
90. mín. Fimm mínútur í uppbótartíma. Það er alveg ljóst hvort liðið verður í sókn og hvort liðið verður í vörn næstu fimm mínútur.
mbl.is