Ellefu leikir í röð án taps

Brighton og Wolves skildu jöfn.
Brighton og Wolves skildu jöfn. AFP

Brighton og Wolves skildu í dag jöfn, 2:2, í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í Brighton. Liðin komust bæði yfir í leiknum og skiptu að lokum með sér stigunum. 

Diogo Jota kom Wolves yfir á 28. mínútu, en Neal Maupay jafnaði á 34. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar kom Davy Pröpper heimamönnum yfir. Jota var hins vegar aftur á ferðinni á 44. mínútu og var staðan í hálfleik 2:2. 

Brighton var líklegra til þess að skora í seinni hálfleik en inn vildi boltinn ekki og fengu bæði lið því eitt stig. 

Wolves hefur leikið ellefu leiki í röð í deildinni án þess að tapa og hefur aðeins tapað einum af síðustu sautján leikjum í öllum keppnum. 

mbl.is