Newcastle fór upp fyrir Arsenal (myndskeið)

Newcastle vann 2:1-sigur á Southampton í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Danny Ings kom Southampton yfir snemma í seinni hálfleik en Jonjo Shelvey og Federico Fernández svöruðu fyrir Newcastle. 

Gengi Newcastle hefur verið gott upp á síðkastið og hefur liðið aðeins tapað einum af síðustu sjö leikjum sínum. Fyrir vikið hafa lærisvienar Steve Bruce rokið upp töfluna og er liðið í tíunda sæti með 22 stig, þremur stigum meira en Arsenal. 

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is