Næsti stjóri Gylfa?

Unai Emery var rekinn frá Arsenal um síðustu mánaðamót.
Unai Emery var rekinn frá Arsenal um síðustu mánaðamót. AFP

Unai Emery, fyrrverandi knattspyrnustjóri Arsenal, hefur átt í viðræðum við forráðamenn enska úrvalsdeildarfélagsins Everton en það er Sky Sports sem greinir frá þessu. Everton leitar nú að nýjum stjóra eftir að Portúgalinn Marco Silva var rekinn í síðustu viku. Emery var rekinn frá Arsenal í lok nóvember og hefur verið án starfs síðan.

Spánverjinn tók við Arsenal í maí 2018 og var því aðeins á sínu öðru tímabili með liðið þegar hann var rekinn. Stuðningsmenn Arsenal voru aldrei sannfærðir um ráðningu Emery sem stýrði franska stórliðinu PSG áður en hann kom til Englands. Hann gerði PSG tvívegis að Frakklandsmeisturum, árin 2017 og 2018.

Þá stýrði hann liði Sevilla á árunum 2013 til ársins 2016 og varð liðið þrívegis Evrópudeildarmeistari undir stjórn Emery. Emery þekkir ensku deildina vel, þótt hann hafi ekki náð tilsettum árangri með Arsenal, og er það sagt heilla forráðamenn Everton. Everton er í fjórtánda sæti deildarinnar með 17 stig eftir fyrstu sextán umferðirnar, tveimur stigum frá fallsæti.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert