Vardy og Leicester óstöðvandi (myndskeið)

Leicester vann sinn ní­unda sig­ur í röð er liðið vann 4:1-sig­ur á grönn­um sín­um í Ast­on Villa á úti­velli í ensku úr­vals­deild­inni í fót­bolta í gær. 

Jamie Var­dy og Kelechi Iheanacho komu Leicester í 2:0, áður en Jack Greal­ish minnkaði mun­inn í 2:1 í upp­bót­ar­tíma fyrri hálfleiks. Jonny Evans kom Leicester aft­ur tveim­ur mörk­um yfir í upp­hafi seinni hálfleiks, áður en Var­dy skoraði sitt annað mark og tryggði Leicester góðan sig­ur.

Svipmyndir úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is