Má ekki stíga okkur til höfuðs

Freddie Ljungberg segir sínum mönnum til.
Freddie Ljungberg segir sínum mönnum til. AFP

Freddie Ljungberg, Svíinn sem stýrir enska knattspyrnuliðinu Arsenal til bráðabirgða, segir að leikmenn liðsins megi ekki láta einn sigur stíga sér til höfuðs.

Arsenal lagði West Ham að velli, 3:1, í úrvalsdeildinni í gærkvöld. Það var fyrsti sigur liðsins í tíu leikjum en Unai Emery knattspyrnustjóri var rekinn á dögunum og Ljungberg tók við þar til eftirmaður hans yrði ráðinn.

„Arsenal er stórt knattspyrnufélag og við verðum að vinna leiki. Ég hef fundið pressuna sem er á leikmönnunum, þetta hefur verið erfitt fyrir þá, það hefur verið auðfundið og auðséð í leikjunum. Núna náðum við að létta því aðeins af okkur og spiluðum góðan fótbolta. Aðalmálið er að láta þetta ekki stíga okkur til höfuðs — við eigum mikla vinnu fyrir höndum,“ sagði Ljungberg eftir leikinn en liðið hafði fengið eitt stig í tveimur leikjum gegn Norwich og Brighton eftir að hann tók við því.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert