Nær hann þrjátíu mörkum í vetur?

Jamie Vardy hefur verið gríðarlega drjúgur fyrir Leicester það sem …
Jamie Vardy hefur verið gríðarlega drjúgur fyrir Leicester það sem af er tímabilinu og er þegar kominn með 16 mörk í deildinni. AFP

Jamie Vardy er búinn að skora í átta síðustu leikjum Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu og er orðinn langmarkahæstur í deildinni með 16 mörk í 16 leikjum liðsins.

Vardy hefur spilað hverja einustu mínútu það sem af er tímabilinu og aldrei verið skipt af velli. Allt stefnir í að hann skori 20 mörk eða meira í deildinni í þriðja skiptið á fimm árum, í raun gætu úr þessu einungis slæm meiðsli komið í veg fyrir það.

Með sama áframhaldi á hann góða möguleika á að bæta sitt persónulega met í deildinni en Vardy varð næstmarkahæsti leikmaðurinn tímabili 2015—'16 þegar hann skoraði 24 mörk og Leicester stóð afar óvænt uppi sem Englandsmeistari.

Haldi Vardy sama hlutfalli í sínu markaskori til enda leiktíðarinnar gæti hann hæglega náð 30 mörkum. Það gerist svo sannarlega ekki á hverju ári og hefur aðeins átt sér stað á þremur af síðustu tíu tímabilum í úrvalsdeildinni. Þar sker þó tímabilið 2017—'18 sig úr því náðu tveir leikmenn að skora 30 mörk.

Þessir hafa skorað 20 mörk eða meira á tímabili í deildinni frá 2010:

2018-19 - Pierre-Emerick Aubameyang (Arsenal) 22, Sadio Mané (Liverpool) 22, Mohamed Salah (Liverpool) 22, Sergio Agüero (Man.City) 21.

2017-18 - Mohamed Salah (Liverpool) 32, Harry Kane (Tottenham) 30, Sergio Agüero (Man.City) 21, Jamie Vardy (Leicester) 20.

2016-17 - Harry Kane (Tottenham) 29, Romelu Lukaku (Everton) 25, Alexis Sánchez (Arsenal) 24, Sergio Agüero (Man.City) 20, Diego Costa (Chelsea) 20.

2015-16 - Harry Kane (Tottenham) 25, Sergio Agüero (Man.City) 24, Jamie Vardy (Leicester) 24.

2014-15Sergio Agüero (Man.City) 26, Harry Kane (Tottenham) 21, Diego Costa (Chelsea) 20.

2013-14 - Luis Suárez (Liverpool) 31, Daniel Sturridge (Liverpool) 21, Yaya Touré (Man.City) 20.

2012-13 - Robin van Persie (Man.Utd) 26, Luis Suárez  (Liverpool) 23, Gareth Bale (Tottenham) 21.

2011-12 - Robin van Persie (Arsenal) 30, Wayne Rooney (Man.Utd) 27, Sergio Agüero (Man.City) 23.

2010-11 - Dimitar Berbatov (Man.Utd) 20, Carlos Tévez (Man.City) 20.

2009-10 - Didier Drogba (Chelsea) 29, Wayne Rooney (Man.Utd) 26, Darren Bent (Sunderland) 24, Carlos Tévez (Man.City) 23, Frank Lampard (Chelsea) 22.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert