Verður ekki næsti stjóri Gylfa eftir allt

Vítor Pereira, til hægri, fyrir leik í kínversku úrvalsdeildinni í …
Vítor Pereira, til hægri, fyrir leik í kínversku úrvalsdeildinni í síðasta mánuði. AFP

Portúgalski knattspyrnustjórinn Vítor Pereira verður ekki næsti stjóri enska úrvalsdeildarfélagsins Everton, þrátt fyrir að hafa rætt við félagið síðustu daga. 

Pereira ætlar að halda störfum sínum hjá Shanghai SIPG í Kína áfram, þar sem hann er á sannkölluðum ofurlaunum. Peireira gerði Shanghai-liðið að kínverskum meistara í fyrsta skipti á síðustu leiktíð. 

Stjórar eins og Unai Emery og Carlo Ancelotti hafa verið orðaðir við starfið, sem og fyrrverandi stjóri liðsins, David Moyes. Þá kemur til greina að Dunan Ferguson stýri liðinu í það minnsta út leiktíðina. Ferguson stýrði Everton til 3:1-sigurs á Chelsea í sínum fyrsta leik sem bráðabirgðastjóri um síðustu helgi. 

„Það er heiður og ég er mjög þakklátur yfir að Everton hafi viljað semja við mig. Ég er gríðarlega þakklátur, þar sem ég ber mikla virðingu fyrir félaginu. Ég verð hins vegar áfram stjóri SIPG, sem er félag sem mér þykir mjög vænt um,“ sagði Pereira við Sky í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert