Fyrrverandi leikmaður Liverpool keyrði á kaffihús

Jordon Ibe í leik með Liverpool.
Jordon Ibe í leik með Liverpool. AFP

Jordon Ibe, leikmaður enska úrvalsdeildarfélagsins Bournemouth og fyrrverandi leikmaður Liverpool, þarf að mæta í dómsal vegna bílslyss sem hann var valdur að. 

Ibe keyrði Bentley-bifreið sína á kaffihús í London í sumar og stakk af af vettvangi. Kaffihúsið var illa farið eftir áreksturinn, sem og Mercedes-bifreið sem var lagt fyrir utan. 

Ibe er sagður hafa beðið á vettvangi í stutta stund, en svo stungið af, án þess að hafa samband við lögreglu. Ibe slapp sjálfur ómeiddur frá árekstrinum og engin meiðsli urðu á fólki. 

Bournemouth keypti sóknarmanninn á 15 milljónir punda frá Liverpool árið 2016, en hann lék á sínum tíma 58 leiki fyrir Liverpool.

mbl.is