Mbappé og Neymar á leiðinni til Englands?

Neymar og Kylian Mbappé hita upp fyrir leik með París …
Neymar og Kylian Mbappé hita upp fyrir leik með París SG. AFP

Tveir af þekktustu knattspyrnumönnum heima, Frakkinn Kylian Mbappé og Brasilíumaðurinn Neymar, gætu verið á leið til Englands fyrir næsta keppnistímabil, samkvæmt frétt Le Parisien í dag.

Báðir hafa sóknarmennirnir verið sterklega orðaðir við brottför frá París SG á næstu mánuðum og franska blaðið segir að Liverpool, Manchester City og Chelsea séu öll á höttunum á eftir þeim.

Mbappé, sem verður 21 árs í næstu viku, hefur verið í hópi bestu knattspyrnumanna heims undanfarin tvö ár. Neymar, sem er 27 ára gamall, hefur verið á þeim slóðum í nokkur ár en aðeins hefur dofnað yfir honum síðustu mánuðina.

mbl.is