Guardiola hafnar sögusögnunum

Pep Guardiola.
Pep Guardiola. AFP

Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, segist ekki vera með klásúlu í samningi sínum við enska félagið sem geri honum kleift að hætta störfum eftir tímabilið. Daily Mail greindi frá því í dag að Guardiola gæti hætt eftir tímabilið, en Spánverjinn segir svo ekki vera. 

Guardiola er samningsbundinn til 2021, en samkvæmt Daily Mail gæti hann hætt einu ári fyrr. „Nei, það er ekki satt, ég talaði um framtíð mína hjá félaginu í síðustu viku,“ svaraði Guardiola er hann var spurður út í málið á blaðamannafundi í dag. 

Hann segir City ekki ætla að kaupa leikmenn í janúar. „Við klárum tímabilið með þá leikmenn sem við byrjuðum tímabilið með,“ sagði Spánverjinn. City mætir Arsenal á útivelli á sunnudaginn kemur. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert