Annar þjálfarinn sem hafnar Everton

Unai Emery ætlar ekki að snúa strax aftur í enska …
Unai Emery ætlar ekki að snúa strax aftur í enska boltann. AFP

Unai Emery hefur hafnað tilboði um að gerast knattspyrnustjóri Everton í ensku úrvalsdeildinni en það er Marca sem greinir frá þessu nú í morgun.

Everton leitar að nýjum stjóra eftir að Portúgalinn Maro Silva var rekinn í síðustu viku en Emery var sjálfur látinn fara frá Arsenal í lok nóvember eftir slakt gengi. Spánverjinn tók við Arsenal sumarið 2018 en tókst ekki að koma liðinu aftur í Meistaradeildina. Hann stýrði franska stórliðinu PSG árin 2017 og 2018 og gerði liðið tvívegis að Frakklandsmeisturum.

Everton reyndi fyrst við Portúgalann Vítor Pereira sem hafnaði tækifærinu til að halda áfram störfum sínum í Kína og þá hefur Duncan Ferguson ekki áhuga á að halda starfinu til frambúðar en hann mun þó stýra því er liðið heimsækir Manchester United á Old Trafford á morgun. Leitin að nýjum stjóra heldur því áfram.

mbl.is