Mark ranglega dæmt af Liverpool? (mynd)

Sadio Mané fangar markinu, áður en það var dæmt af.
Sadio Mané fangar markinu, áður en það var dæmt af. AFP

Liverpool vann 2:0-sigur á Watford á heimavelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Mo Salah skoraði bæði mörk Liverpool, sem náði ellefu stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigrinum. 

Snemma í seinni hálfleik skallaði Sadio Mané boltann í netið, en að lokum var markið dæmt af eftir skoðun hjá VAR.

Atvikið var afar tæpt og minnti á mark sem Roberto Firmino skoraði fyrr á leiktíðinni, sem einnig var dæmt af vegna rangstöðu, en þá var handakrikinn hans fyrir innan. 

Mynd af atvikinu má sjá hér fyrir neðan. 

mbl.is