Markaskorarinn lét tábrot ekki stoppa sig

Teemu Pukki liggur eftir í dag.
Teemu Pukki liggur eftir í dag. AFP

Finnski framherjinn Teemu Pukki tábrotnaði í leik Norwich og Leicester í ensku úrvalsdeildinni í dag. Hann lét meiðslin hins vegar ekki stoppa sig og spilaði hann allan. 

Pukki skoraði mark Norwich í 1:1-jafntefli. Hann fékk tvö góð færi í seinni hálfleik sem hann náði ekki að nýta og fékk hann högg frá varnarmönnum í bæði skiptin, með þeim afleiðingum að hann tábrotnaði. 

„Hann tábrotnaði og það er áhyggjuefni. Þrátt fyrir mikinn sársauka vildi hann klára leikinn. Hann skoraði glæsilegt mark og ég er ánægður fyrir hans hönd. Hann er frá Finnlandi, svo ég hef engar áhyggjur,“ sagði Daniel Farke, knattspyrnustjóri Norwich, við fjölmiðla eftir leik. 

mbl.is