Stórleikur í London og Gylfi á Old Trafford (myndskeið)

Enska úrvalsdeildin í fótbolta heldur áfram um helgina er 17. umferðin verður leikin. Nokkrir áhugaverðir leikir fara fram og getur Liverpool náð ellefu stiga forskoti á toppi deildarinnar með sigri á Watford í hádeginu. 

Leicester getur svo saxað aftur á Liverpool er liðið fær Norwich í heimsókn, en Leicester virðist ætla að veita Liverpool hve harðasta keppni um Englandsmeistaratitilinn.

Þá er stórleikur á morgun í London er Arsenal fær Manchester City í heimsókn, tveimur og hálfum tíma eftir að Gylfi Þór Sigurðsson og félagar í Everton heimsækja Old Trafford. 

Í spilaranum hér fyrir ofan má sjá Tómas Þór Þórðarson hjá Símanum sport, fara yfir þessa 16. umferð. 

Dagskrá helgarinnar í enska boltanum: 

Laugardagur: 
12:30 Liverpool - Watford (í beinni á Símanum sport)
15:00 Burnley - Newcastle
15:00 Chelsea - Bournemouth (í beinni á Símanum sport og mbl.is)
15:00 Leicester - Norwich
15:00 Sheffield United - Aston Villa
17:30 Southampton - West Ham (í beinni á Símanum sport)

Sunnudagur: 
14:00 Manchester United - Everton (í beinni á Símanum sport)
14:00 Wolves - Tottenham 
16:30 Arsenal - Manchester City (í beinni á Símanum sport)

Mánudagur:
19:45 Crystal Palace - Brighton (í beinni á Símanum sport)

mbl.is