West Ham hafði betur í fallslag

West Ham vann mikilvægan sigur á Southampton.
West Ham vann mikilvægan sigur á Southampton. AFP

West Ham vann mikilvægan 1:0-sigur á Southampton á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld. Sébastien Haller skoraði sigurmarkið á 37. mínútu. 

Southampton sótti án afláts undir lokin og reyndi allt hvað það gat til að jafna metin, en allt kom fyrir ekki og West Ham gat fagnað mikilvægum útisigri. 

Með sigrinum fór West Ham upp í 19 stig, upp fyrir Everton og upp í 15. sætið. Southampton er enn í 18. sæti með aðeins 15 stig.

mbl.is