Dramatískur sigur Tottenham (myndskeið)

Totten­ham er komið upp í 5. sæti ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta og hef­ur nú 26 stig eft­ir drama­tísk­an 2:1-sig­ur á Wol­ves.

Lucas Moura kom gest­un­um yfir strax á 8. mín­útu áður en Adama Tra­oré jafnaði met­in fyr­ir Wol­ves eft­ir rúm­lega klukku­tíma leik. Læri­svein­ar José Mour­in­ho náðu hins veg­ar að skora sig­ur­mark í upp­bót­ar­tíma, þvert gegn gangi leiks­ins. 

Hér að ofan má sjá svipmyndir úr leiknum. 

mbl.is