Framkoman til háborinnar skammar (myndskeið)

Moise Kean, framherji Everton, fékk aðeins að spreyta sig í 18 minútur í leiknum gegn Manchester United í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Kean kom inn á sem varamaður á 70. mínútu og 18 mínútum síðar var hann tekinn af velli og Oumar Niasse settur inn á í hans stað.

Freyr Alexandersson og Bjarni Þór Viðarsson voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á símanum sport og furðuðu þeir sig á meðferðinni sem leikmaðurinn fékk frá Duncan Ferguson, knattspyrnustjóra liðsins. 

„Hann veit að þetta er erfitt samtal og hann hundsar hann. Hann er aðeins tvítugur og framkoman við þennan unga dreng er til háborinnar skammar,“ segir Freyr m.a. 

Þetta áhugaverða innslag má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is