Gylfi ekki með á Old Trafford

Gylfi Þór Sigurðsson er ekki með í dag.
Gylfi Þór Sigurðsson er ekki með í dag. AFP

Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í leikmannahópi Everton sem mætir Manchester United á Old Trafford klukkan 14 í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á eftir.

Gylfi bar fyrirliðabandið og spilaði allan leikinn í 3:1-sigri Everton gegn Chelsea um síðustu helgi sem var jafnframt fyrsti leikur bráðabirgðastjór­ans Duncans Fergusons. Hann er hins vegar einn fjögurra leikmanna sem eru ekki með í dag en hinir eru Djibril Sidibé, Morgan Schneiderlin og Theo Walcott. Ekki liggur enn fyrir hvers vegna Ferguson hefur gert breytingarnar.

Lið Manchester United er óbreytt frá 2:1-sigrinum á nágrönnunum í Manchester City um síðustu helgi.

Uppfært kl. 14:09: Samkvæmt heimildum Sky Sports er Gylfi ekki með í dag vegna veikinda. Hann yfirgaf liðshótelið í morgun eftir að hafa verið slappur í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert