Mark Everton átti aldrei að standa

Harry Maguire var ósáttur með dómgæsluna í dag.
Harry Maguire var ósáttur með dómgæsluna í dag. AFP

Harry Maguire, varnarmaður Manchester United, var ósáttur með dómgæsluna í 1:1-jafnteflinu gegn Everton á Old Trafford í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Victor Lindelöf skoraði sjálfsmark eftir að Dominic Calvert-Lewin, sóknarmaður Everton, virtist brjóta á David de Gea í marki United í aðdraganda marksins.

„Við áttum meira skilið, við stjórnuðum leiknum og fengum á okkur mark sem átti aldrei að standa. Það eru vonbrigði að fá svona mark á sig en við svöruðum kallinu vel í seinni hálfleik,“ sagði Maguire í viðtali við Sky Sports strax að leik loknum.

„Fólk mun segja að De Gea átti að vera sterkari þarna en þetta er augljóst brot, hann [Calvert-Lewin] stekkur á hann og hindrar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert