Rooney enn þá nógu góður fyrir úrvalsdeildina

Wayne Rooney í leik með DC United í Bandaríkjunum
Wayne Rooney í leik með DC United í Bandaríkjunum AFP

Knattspyrnukempan Wayne Rooney snýr aftur í enska boltann eftir áramót er hann gengur í raðir Derby County í B-deildinni sem spilandi aðstoðarþjálfari.

Wayne Rooney er einn sigursælasti leikmaður Englands en hann er einn sigursælasti leikmaður Manchester United frá upphafi. Hann gekk svo til liðs við uppeldisfélagsins í Everton sumarið 2017 þar sem hann þótti ekki standa undir væntingum áður en hann færði sig yfir í bandarísku atvinnumannadeildina.

Eftir eitt og hálft ár hjá DC United snýr Rooney nú aftur til Englands en í B-deildina þar sem hann hefur aldrei spilað. Hann ætlar sér þó ekki að dvelja þar lengi og segist nógu góður til að spila í úrvalsdeild en hann er orðinn 34 ára gamall.

„Markmiðið er að koma Derby aftur í úrvalsdeild og vonandi verð ég í hlutverki hjá þeim þar. Ryan Giggs spilaði til fertugs. Þetta snýst um leikskilning, ekki að hlaupa endalaust um. Þú verður að kunna leikinn.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert