Þetta er algjör vitleysa

Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool.
Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool. AFP

Jürgen Klopp knattspyrnustjóri Liverpool er ekki hrifinn af hugmyndum um fjölgun liða í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu en Liverpool er sagt vera eitt af sex enskum félögum sem styðja hugmyndir um að liðunum þar fjölgi í 32 og þar með leikjunum í samræmi við það.

Sagt er að stefnt sé á að þessi fjölgun taki gildi haustið 2024 og auk Liverpool séu Manchesterliðin bæði, Chelsea, Arsenal og Tottenham öll fylgjandi hugmyndinni, en í staðinn yrði bikarleikjum heima fyrir fækkað. 

„Ég las í dag að toppliðin vildu spila fleiri leiki í Meistaradeildinni. Ég tek ekki þátt í þessu, þetta er algjör vitleysa. Við þurfum að fækka leikjunum en ekki fjölga þeim,“ sagði Klopp sem er kominn með lið sitt til Katar þar sem það mætir Monterrey frá Mexíkó í undanúrslitum heimsbikars félagsliða á miðvikudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert