Leikmaður Chelsea eins og Tryggvi Guðmundsson (myndskeið)

Chelsea vann sterkan 2:1-sigur á Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Leikmenn Arsenal voru ósáttir við að Jorginho, sem skoraði fyrra mark Chelsea, hefði ekki fengið rautt spjald áður en hann skoraði markið. 

Margrét Lára Viðarsdóttir og Eiður Smári Guðjohnsen voru gestir Tómasar Þórs Þórðarsonar í Vellinum á Símanum sport í kvöld og voru þau sammála að Jorginho hefði átt að fá rautt spjald. 

Margrét Lára hrósaði hins vegar miðjumanninum og sagði hann eins og Tryggva Guðmundsson í markinu, en Tryggvi var ósjaldan mættur á fjær til að koma boltanum í netið á sínum tíma. 

Þetta skemmtilega innslag má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. 

mbl.is