Missti stjórn á sér við Klopp - Sýndi mér lítilsvirðingu

Antonio Mohamed mótmælir og bendir á Jürgen Klopp í leik …
Antonio Mohamed mótmælir og bendir á Jürgen Klopp í leik Monterrey og Liverpool. AFP

Antonio Mohamed, knattspyrnustjóri Monterrey frá Mexíkó, meistaraliðs Norður- og Mið-Ameríku, kveðst hafa misst stjórn á skapi sínu þegar lið hans mætti Liverpool í undanúrslitum heimsbikars félagsliða í Katar fyrir jólin og ausið úr skálum reiði sinnar yfir Jürgen Klopp, kollega sinn hjá enska liðinu.

Mohamed sagði í viðtali við útvarpsstöðina Enganche að Klopp hefði sýnt sér lítilsvirðingu. Mohamed kvartaði yfir því að Joe Gomez skyldi ekki fá að sjá gula spjaldið tvívegis og sagði að svo virtist sem Liverpool-treyjan vægi þyngra í augum dómarans.

Antonio Mohamed, til hægri, og Jürgen Klopp rífast á hliðarlínunni …
Antonio Mohamed, til hægri, og Jürgen Klopp rífast á hliðarlínunni í leik Monterrey og Liverpool. AFP

„Það sem gerðist var að mér var sýnd lítilsvirðing. Klopp var stöðugt að heimta gul spjöld því hann sagði að við værum alltaf að sparka í Mohamed Salah. Þegar ég vildi fá spjald og brottvísun á hans leikmann rak hann tunguna framan í mig,“ sagði Mohamed.

 „Fyrst hló ég að þessu en svo reiddist ég og gekk í gildruna hans. Ég missti mig alveg og man ekki nákvæmlega hvað ég sagði því ég blótaði honum í sand og ösku á ensku,“ sagði Mohamed og fór síðan yfir blótsyrðin sín á ensku: ‘Your fucking mother’s cunt, who have you been fucking? Queer’.

Antonio Mohamed og Mohamed Salah ræddu málin eftir leikinn.
Antonio Mohamed og Mohamed Salah ræddu málin eftir leikinn. AFP

„Ég gekk í burtu því ég vil ekki rífast við liðsstjórn mótherjanna en ég var brjálaður vegna þess að mér fannst hann vera að reyna að gera lítið úr mér. Ég veit ekki hvað skal segja um mína hegðun en þetta voru ósjálfráð viðbrögð,“ sagði Mohamed.

mbl.is