Skammarræða eftir leik og skýr skilaboð um sölu í janúar

Gylfi Þór Sigurðsson í baráttu við Takumi Minamino í leik …
Gylfi Þór Sigurðsson í baráttu við Takumi Minamino í leik Everton og Liverpool á sunnudaginn. AFP

Enska dagblaðið Daily Express segir í dag að Gylfi Þór Sigurðsson hafi fengið skýr skilaboð frá Carlo Ancelotti, nýjum knattspyrnustjóra Everton, um að hann geti farið frá félaginu núna í janúarmánuði.

Blaðið segir að samkvæmt sínum heimildum hafi Gylfi mátt þola harða skammarræðu frá Ancelotti eftir ósigurinn gegn varaliði Liverpool í þriðju umferð bikarkeppninnar á sunnudaginn.

Sagt er að Ancelotti ætli að gera miklar breytingar á liði Everton í janúarglugganum og meðal þeirra sem séu í sigtinu hjá honum séu James Rodriguez, Yannick Carrasco og Adrien Rabiot.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert