Aftur á toppliðið leikmann mánaðarins

Trent Alexander-Arnold fagnar eftir að hafa skorað í toppslagnum gegn …
Trent Alexander-Arnold fagnar eftir að hafa skorað í toppslagnum gegn Leicester um jólin. AFP

Topplið Liverpool á besta leikmann desembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, og er þetta annar mánuðurinn í röð þar sem Liverpool-maður verður hlutskarpastur í þessu kjöri sem deildin stendur fyrir.

Hægri bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold var fyrir stundu útnefndur leikmaður desembermánaðar en það var framherjinn Sadio Mané sem var bestur í nóvember.

Alexander-Arnold lagði upp þrjú mörk og skoraði eitt sjálfur fyrir Liverpool í deildinni í desember. Hann hafði betur í keppni við Emiliano Buendía hjá Norwich, Dominic Calvert-Lewin hjá Everton, Ben Foster hjá Watford, Danny Ings hjá Southampton, Kevin De Bruyne hjá Manchester City, Jamie Vardy hjá Leicester og Adama Traoré hjá Wolves sem einnig voru tilnefndir í kjörinu.

mbl.is