Klopp jafnaði met Guardiola

Jürgen Klopp og Pep Guardiola.
Jürgen Klopp og Pep Guardiola. AFP

Jürgen Klopp var í dag útnefndur knattspyrnustjóri desembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni og þar með jafnaði hann tveggja ára gamalt met keppinautar síns hjá Manchester City.

Pep Guardiola fékk þessa útnefningu fjórum sinnum tímabilið 2017-18 og nú hefur Klopp verið útnefndur fjórum sinnum á þessu keppnistímabili. Hann hefur fjóra næstu mánuði til að slá metið.

mbl.is