Sóknarlína Liverpool of góð fyrir Mourinho (myndskeið)

Matt Holland, sem á sínum tíma lék 202 leiki í ensku úrvalsdeildinni, og Andy Townsend, sem lék 215 leiki í deildinni, eru sammála um að Liverpool komi til með að vinna útisigur á Tottenham er liðin mætast á heimavelli Tottenham klukkan 17.30 á laugardag. 

Liverpool er í toppsæti deildarinnar með 58 stig og hefur liðið unnið 19 af 20 leikjum sínum án þess að tapa leik. Tottenham er í sjötta sæti með 30 stig og hefur gengið upp og ofan, bæði fyrir og eftir að José Mourinho tók við liðinu.

Harry Kane verður ekki með Tottenham næstu vikurnar sem er skarð fyrir skildi og eru sigurlíkur Liverpool enn meiri fyrir vikið.  

Hér að ofan má sjá þetta skemmtilega innslag um leikinn en hann verður í beinni útsendingu á Símanum sport. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert