Stálheppinn fyrir opnu marki (myndskeið)

Sheffield United er komið í fimmta sæti ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 1:0-sigur gegn West Ham á Bramall Lane í Sheffield í kvöld. Það var Oliver McBurnie sem skoraði sigurmark leiksins á 53. mínútu. 

Markið kom eftir hörmulegt útspark David Martin í marki West Ham en hann leysti Pólverjann Lukasz Fabianski af hólmi á 15. mínútu eftir að sá síðarnefndi þurfti að fara af velli vegna meiðsla. 

John Fleck komst inn í sendinguna, brunaði í átt að marki West Ham og sendi boltann fyrir á McBurnie sem var svo gott sem einn gegn opnu marki. Skot Burnie var lélegt og fór beint á Martin í marki West Ham en sem betur fer fyrir McBurnie fór boltinn undir Martin og í netið. 

Oliver McBurnie fagnar marki sínu gegn West Ham í kvöld.
Oliver McBurnie fagnar marki sínu gegn West Ham í kvöld. AFP
mbl.is