Young er okkar leikmaður og fyrirliði (myndskeið)

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, svaraði mörgum spurningum á fréttamannafundi sínum í morgun en lið hans býr sig undir heimaleik gegn Norwich í ensku úrvalsdeildinni á morgun.

Þar var hann m.a. spurður um fyrirliðann Ashley Young sem hefur verið þráfaldlega orðaður við Inter Mílanó og er sagður óhress með að fá ekki að fara þangað strax í janúar.

„Ashley Young er okkar leikmaður og okkar fyrirliði. Við verðum að þola svona vangaveltur og við Ash munum ræða málin eins og með þarf. Við erum ekki með of marga menn heila og verðum að nýta allan okkar hóp. Ash hefur verið þessu félag afar dýrmætur. Sjáum til hvar við stöndum í febrúar,“ sagði Solskjær meðal annars.

Mörg af svörum hans á fréttamannafundinum má sjá á meðfylgjandi myndskeiði en leikurinn við Norwich hefst kl. 15 á morgun og er sýndur beint á bæði Símanum Sport og á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert